Valgreinar
8. - 10. bekkur
Grunnskóli Vestmannaeyja 2024 - 2025
Hér má sjá valfögin sem hægt er að velja úr fyrir 8., 9. og 10. bekk. Smelltu á auglýsinguna til að fá frekari upplýsingar um valgreinina.
Sum valfög eru þó aðeins fyrir 9. og 10. bekk og önnur aðeins fyrir 10. bekk.
Ef þátttaka er dræm í valáfanga fellur hann niður.
Þú kemst til baka með því að ýta á húsið
Ferðalög og menning
Bara 9. og 10. bekkur
Fornám að ökuprófi
Bara
10. bekkur
Val utan skóla. 8. bekkur
Aðstoðarþjálfun
*Eingöngu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk
Unnið í samstarfi við íþróttafélög í Vestmannaeyjum.
Markmið
Að nemendur fái tækifæri til að kynnast hlutverki þjálfara yngri flokka ÍBV íþróttafélags eða Fimleikafélagsins Ránar.
Að nemendur leiðbeini yngri iðkendur og aðstoði við æfingar.
Viðfangsefni
Nemendur aðstoða aðalþjálfara viðkomandi flokks á æfingum og fara eftir fyrirmælum hans. Þeir þurfa að vera stundvísir, sýna yngri iðkendum virðingu og vera til fyrirmyndar á æfingum.
Námsþættir
Samskipti, stundvísi, félagsþroski, virkni og ástundun.
Kennsluaðferðir
Nemendur mæta á æfingar viðkomandi flokks, fá leiðsögn og vinna verkefni sem aðalþjálfari felur þeim hverju sinni.
Námsmat
Þátttaka og virkni.
Tímamagn
Tvær valstundir allt skólaárið, 2-3 æfingar á viku . Fjöldi æfinga á viku fer eftir íþróttagreininni.
Akademía
*Eingöngu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk
Unnið í samstarfi við aðildarfélög ÍBV.
Nemendur þurfa að æfa íþróttagreinina hjá ÍBV en þurfa ekki að vera með viðkomandi grein í vali utan skóla. Akademían verður að hluta til metin inn í stað íþróttatíma í töflu en nemendur munu þó sækja einn íþróttatíma/sundtíma vikulega á vegum skólans á skólaárinu.
Markmið
Markmiðið er að auka tæknilega færni nemenda í sinni íþróttagrein og bæta líkamlegt ástand þeirra til að standa undir þeim kröfum sem íþróttir gera til iðkenda.
Viðfangsefni
Boðið verður upp á tækni- og styrktaræfingar í viðkomandi íþróttagrein. Styrktaræfingatímarnir verða tvisvar sinnum í viku og tækniæfingar verða í þremur 2-3 vikna lotum á skólaárinu. Auk þessa verður boðið upp á fyrirlestra á hvorri önn þar sem fjallað verður um mataræði, rétt hugarfar, nauðsyn þess að lifa reglusömu lífi og ýmislegt fleira sem nýtist nemendum til að ná langt í íþróttum.
Námsþættir
Stundvísi, einbeiting, virkni, metnaður og heilbrigt líferni. Nemandi skrifar undir lífsstílssamning á vegum íþróttafélags og grunnskóla sem hann áskilur sér að fylgja.
Kennsluaðferðir
Þjálfarar hjá viðkomandi íþrótt sjá um einstaklingsmiðaðar tækniæfingar og styrktaræfingar auk þess sem fyrirlestrar um heilbrigt líferni og afreksíþróttahugsun verða í boði fyrir þátttakendur.
Námsmat
Þátttaka og virkni.
Tímamagn
Ein valstund, allt skólaárið (ein kennslustund á viku allt skólaárið).
Árbók
*Eingöngu fyrir nemendur í 10. bekk.
Hvernig vilt þú að grunnskólaáranna þinna sé minnst?
Nemendur í áfanganum safna saman upplýsingum og myndum frá skólagöngu nemenda í árganginum. Skrá niður og skrifa um skólagöngu árgangsins. Setja upplýsingarnar og myndirnar skipulega fram og ganga frá bókinni til prentunar.
Markmið
Að útbúa fallega bók með upplýsingum, myndum og öðru skemmtilegu sem verður afhend nemendum í 10. bekk við útskrift að vori.
Setja upp árbók 10. bekkjar.
Skilja ferlið frá hugmynd til prentunar.
Safna styrkjum til útgáfu bókarinnar.
Taka saman texta frá samnemendum t.d. fyrirfram ákveðnar spurningar.
Skipuleggja myndatöku fyrir bókina.
Safna myndum og upplýsingum í bókina.
Ganga frá bókinni til prentunar.
Námsmat
Ástundun, frumkvæði, þátttaka og virkni í tímum.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Ritlist
Nemendur kynnast ólíkum textastílum eða frásagnar formum fyrir skapandi skrif. Nemendur fá tækifæri til að vinna með áhugasviðsverkefni að eigin vali.
Markmið
Að nemendur þjálfi ritfærni sína og textasmíð og fái tækifæri til að skapa eigið ritverk.
Námsgögn
Fyrirlestrar og ritverk úr ýmsum áttum.
Námsmat
Þátttaka í tímum, áhugasviðsverkefni og vinnuframlag.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Fab lab
Markmið
Að nemendur kynnist grunnþáttum stafrænnar framleiðslutækni og geti komið hugmyndum sínum í áþreifanlegar vörur.
Námsþættir
Grunnþættir hönnunar í tvívídd og þrívídd.
Farið yfir ferlið frá hugmynd til afurðar.
Notkun á tölvustýrðum vélum og tækjum til þess að gera hluti.
Grunnatriði í forritun.
Í námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í stafrænni framleiðslutækni og kynnast nemendur hvernig á að hanna hluti í tvívídd og þrívídd. Nemendur læra m.a. að nota vinylskera, laserskera, þrívíddarprentara, fræsvélar og grunnatriði í forritun.
Námsmat
Verkefni 50%, ástundun og vinna 50%.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Fornám að ökuprófi
*Eingöngu fyrir nemendur í 10. bekk.
Markmið
Að gera nemendum grein fyrir umfangi ökukennslunnar.
Að gefa nemendum innsýn í ferli ökunámsins.
Námsþættir
Mikil áhersla á kennslu umferðarmerkja.
Grunnfræði umferðarreglna.
Undirstöður umferðarhegðunar.
Kennsluaðferðir
Vinnubók, þar sem farið er yfir helstu og mikilvægustu þætti umferðarinnar. Við vinnum með umferðarspilið Hringvegurinn, ásamt beinum verkefnum úr umferðinni. Hópavinna og verkefni í skyndihjálp.
Námsmat
Skriflegt próf og verkefnavinna metin til einkunnar. Frammistöðumat í lok annar sem byggir á námsstöðu, vinnuframlagi og samskiptum.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Heimilisfræði - ath! nemendur sem hafa verið í heimillisfræði í 8. eða 9. bekk ganga ekki fyrir í þessu vali.
Í kennslustundum er lögð áhersla á matreiðslu, bakstur, næringu, samvinnu og góðan frágang.
Leitast verður við að:
Auka áhuga nemenda á hollu fæðuvali og heilbrigðum lífsstíl.
Efla áhuga og leikni í matreiðslu, bakstri og almennum heimilisstörfum.
Auka ábyrgð nemenda á eigin líðan og heilsu.
Kennslan verður lotubundin og er það bæði undir nemendum og kennara komið hvaða viðfangsefni verða tekin fyrir hverju sinni.
Dæmi um skemmtileg og spennandi viðfangsefni sem verða í boði:
Matur og menning.
Hollt og gott.
Hefðbundið og gott.
Einnig verður farið í vettvangsheimsóknir í valin fyrirtæki og nemendur fá gagnleg ráð frá fagmönnum.
Markmið/hæfniviðmið
Að nemendur tileinki sér kurteisi og tillitssemi og að geta unnið með öðrum.
Að nemendur þekki ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og næringarefni.
Að nemendur geti farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi og matreiðslu.
Að nemendur geti beitt helstu matreiðsluaðferðum og notað til þess ýmis mæli- og eldhúsáhöld.
Að nemendur geti greint frá viðbrögðum við slysum á heimilum.
Námsgögn
Í valinu er notast við kennsluefnið Uppskriftir fyrir unglinga ásamt uppskriftum frá kennara og hugmyndum nemenda. Einnig förum við í námsbókina Matur og menning.
Kennsluaðferðir
Sýnikennsla, fyrirlestrar og verklegar æfingar.
Námsmat
Frammistaða í tímum, virkni, frágangur og hegðun er metin eftir hvern tíma. Verklegt próf á miðri önn. Heimaverkefni s.s. þrifið heima og eldað heima eru metin til einkunnar ásamt næringarfræðiverkefni.
Tímamagn
Tvær valstundir (þrjár kennslustundir á viku aðra önnina).
Hönnun og smíði
Markmið
Að nemendur:
Nýti þekkingu sína í hönnun og smíði til að vinna að verkefnum sem þeir hafa áhuga á.
Læri að hagnýta sér tækni í verkefnavinnu þ.e. nota þau verkfæri og tæki sem smíðastofan hefur yfir að ráða.
Þekki allar almennar festingar og samsetningar s.s. lím,nagla og skrúfur.
Geti leyst einföld verkefni á sjálfstæðan hátt.
Efli með sér þroska og þolinmæði til vandaðrar vinnu.
Geti notað persónuhlífar, geri sér grein fyrir þeim hættum í smíðastofunni og þekki umgengnisreglur smíðastofunnar.
Kennsluhættir
Hugmyndabanki er í kennslustofunni þar sem finna má hugmyndir af verkefnum, einnig verða nemendur að geta leitað fanga á internetinu, nýtt sér hugmyndir og kveikjur úr umhverfi sínu og móta þær. Við „framleiðslu“ lokaafurðar er ætlast til að nemandinn geti greint eðli vinnuferlis, svo sem notkunar viðeigandi verkfæra, beitingu þeirra í framvindu verklegrar vinnu.
Hönnun og smíði sem valgrein
Lögð er áhersla á verkefni sem nemendur hanna sjálfir og gera áætlun um þá vinnu frá upphafi til enda. Nemandinn vinnur út frá hugmyndum sínum, útfærir verkefni sem hann hefur ánægju af. Vinna má með mismunandi efni og tækni þar sem þarf að setja saman rafrásir og tengingar út frá 9v straumi.
Námsmat
Frammistöðumat – Mentor.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Japanskt mál og menning
Markmið
Að nemendur þekki helstu kveðjur og einföld samskipti á japönsku, ásamt kynningu á þeim þremur leturgerðum sem notuð eru í Japan: hiragana (ひらがな) og katakana (カタカナ) og nokkrum táknum (漢字).
Að nemendur fái innsýn í japanska menningu og velji sér eitt efni í samráði við kennara til að kynna samnemendum sínum.
Kennsluhættir
Fræðsla og kynningar.
Námsmat
Kynningar, verkefni og próf.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Jóga
Markmið jóga er að tengja saman líkama hug og sál. Jóga er því hvort tveggja ástundun og ástand. Í þessum tímum verða kenndar grunnstöður Hatha - jóga. Hatha - jóga er yfirleitt iðkað af heilsueflandi ástæðum og hefur það form náð gífurlegum vinsældum á Vesturlöndum. Regluleg ástundun getur m.a. hjálpað iðkendum að styrkja bak og kvið, losa spennu og fyrirstöður úr vöðvum og sinum, styrkja og liðka stoðkerfið, efla meltingu, örva innkirtlakerfið, auka blóðflæði um öll svæði líkamans og draga úr liðverkjum.
Markmið
Betri líðan, betra jafnvægi og aukinn sveigjanleiki með því að tengja saman líkama, hug og sál með líkamsstöðum og öndunaræfingum. Þegar við öndum, öndum við inn orku sem við notum til að virkja vöðvana, þegar við öndum frá gefum við eftir og teygjum, lengjum og slökum á líkamanum. Aukin stjórn á andardrætti skilar sér yfirleitt í aukinni orku og betra andlegu jafnvægi. Öndunaræfingar geta aukið einbeitingu, bætt meltingu, dýpkað svefn. Góð slökun getur verið góð gegn depurð, höfuðverk, kvíða, streitu, svefnleysi og þreytu.
Námsþættir
Allir flokkar jógaæfinga auk fróðleiks um jóga. Upphitun,styrking, jafnvægi. Viðsnúnar æfingar, frambeygjur, baksveigjur, hryggvindur, hugleiðslustöður, slökunarstöður og öndun.
Kennsluaðferðir
Verklegar æfingar undir leiðsögn kennara í upphituðum sal. Fræðsla um jóga.
Námsmat
Námsmat er í formi leiðsagnarmats og símats s.s. ástundun, áhugi og virkni í tímum.
Tímamagn
Ein valstund (ein og hálf kennslustund á viku aðra önnina).
Líkamsrækt
Markmið
Að nemendur fái aukna hreyfingu og öðlist grunnþekkingu á heilbrigðu líferni.
Kennslutilhögun
Kennd verða undirstöðuatriði í æfingum með eigin líkamsþyngd, bjöllum, teygjum, boltum og fleira.
Námsmat
Byggir á virkni, jákvæðni, viðhorfi, samstarfi og frumkvæði í tímum.
Tímamagn
Ein valstund (ein og hálf kennslustund á viku aðra önnina).
Snyrtifræði
*Eingöngu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk.
Markmið
Að nemendur:
þekki undirstöðuþætti almennrar húðumhirðu.
verði meðvitaðir um eigið heilbrigði.
þekki almenna umhirðu handa og fóta.
þekki eigin húgerð og hvað henti henni.
öðlist færni í að meðhöndla snyrtivörur og velja réttar vörur.
læri grunnförðun, dag- og kvöldförðun, val á farða og litum, hreinsun áhalda.
Námsþættir
Umhirða húðar og hreinlæti, uppbygging húðar, snyrtivörur, handsnyrting, fótsnyrting, umhirða líkamans, framkoma, dag- og kvöldförðun.
Kennslan byggist á fyrirlestrum, umræðum og verklegum tímum.
Námsgögn
Námsgögn eru ljósritað efni frá kennara, vefefni og ýmsar bækur af bókasafni, dagblöð skoðuð og fylgst með tískunni og öðru sem tengist námsefni.
Námsmat
Námsmat byggist á þátttöku nemanda í tímum, verkefnum og vinnubók.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Myndmennt
Listamaðurinn í mér
Í myndlistarvalinu ætlum við að kynnast listamanninum í okkur. Finna okkar persónulega áhuga og stíl með því að kynna okkur mismunandi listamenn og aðferðir í myndlist. Ýta okkur ,,út fyrir kassann” og skoða ólíkar leiðir til skapandi tjáningar í myndlist.
Markmið:
Að nemandi geti valið á milli aðferða við sköpun, prófað sig áfram og unnið hugmyndir í fjölbreytta miðla.
Að nemandi geti tjáð tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu og gagnrýni á samfélagið.
Að nemandi kynnist mismunandi stefnum og stílum í myndlist
Að nemandi geti sýnt og útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki.
Podcast
Nemendur læra hlaðvarpsþáttagerð og kynnast hlaðvarpi á faglegan hátt sem hlustendur. Rætt við fólk úr faginu í gegnum fjarfund.
Markmið
Að nemendur geti tekið upp hlaðvarp sem þeir hafa skipulagt sjálfir út frá áhugasviði sínu.
Viðfangsefni
Ýmsir hlaðvarpsþættir og innlögn kennara og leiðbeiningar.
Námsmat
Virkni, mæting, áhugi og afrakstur metinn til einkunnar.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Skólahreysti
Tímarnir byggja á hreyfingu sem er að mestu leyti í loftfirrðri vinnu og fara að mestu leyti fram í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Farið verður yfir keppnisgreinar Skólahreystis og nemendur undirbúnir fyrir keppni. Stefnan er að finna öflugt keppnislið í Skólahreysti fyrir GRV en ekki er skylda að keppa þó svo áfanginn sé valinn.
Markmið
Auka hreyfifærni, kraft, styrk og þol nemenda.
Námsmat
Byggir á virkni, jákvæðni, viðhorfi, samstarfi og frumkvæði í tímum.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Skjálfti
Í Skjálfta fá hæfileikar nemenda að njóta sín. Þar vinna ólík listform saman eins og dans, leiklist, tjáning, tónlist, búningagerð og sviðsmyndagerð. Auk þess gefst tækifæri til þess að kynnast hinni tæknilegu hlið leikhússins, svo sem ljósum og hljóði. Skipulagshæfileikar nýtast einnig vel.
Markmiðið er að nemendur geti notið ólíkra listforma á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.
og að nemendur vinni saman að því að skapa fullbúið atriði sem verður tilbúið til sýningar.
Markmiðin eru að nemendur:
Tímamagn
Ein valstund.
Starfstengt val
*Eingöngu fyrir nemendur í 10. bekk
Markmið
Að nemendur fái að kynnast áhugaverðu starfi í stuttan tíma með framtíðarstarf í huga.
Viðfangsefni
Nemendur velja sér eitt fyrirtæki í samráði við skólann. Þeir mæta þar einn eftirmiðdag í viku í þrjá klukkutíma í senn í samtals átta vikur. Þeir kynna sér daglega starfsemi og hvaða menntun þarf til að vinna við þetta í framtíðinni. Gerður er samningur við viðkomandi fyrirtæki sem undirritaður er af nemanda, foreldrum/forráðamönnum og stjórnanda GRV.
Námsþættir
Starfsfræðsla, samskipti, virkni og ástundun.
Kennsluaðferðir
Nemendur mæta á vinnustað, fá leiðsögn og vinna verkefni sem þeim eru falin á vinnustaðnum.
Námsmat
Þátttaka og virkni.
Tímamagn
Tvær valstundir (þrjár klukkustundir á viku á 8 vikna tímabili). Fyrra tímabil 25. ágúst - 20. okt. og seinna 27. okt. - 19. des. Nemandi tekur eingöngu eitt tímabil.
Stíll
Nemendur búa til sína eigin hönnun (búning) með ákveðið þema í huga og útfæra hárgreiðslu og förðun með hönnuninni. Unnið er í hópum.
Vinna að möppu meðfylgjandi hönnuninni þar sem koma fram teikningar af hugmyndavinnunni af búningnum og hvaða efni voru notuð, förðunar hugmyndir og hárgreiðslan.
Mestöll undirbúningsvinna og lokahönnun er sett í möppuna.
Í lok annar er svo haldin keppni milli hópa í GRV og sigurvegari keppir fyrir hönd Rauðagerðis á Stíl.
Námsþættir
Nemendur mynda hópa og þurfa að skipuleggja sig og skipta verkefnum á milli sín.
Þegar búið er að ákveða hönnun þá þurfa nemendur að útfæra hönnunina. Taka mál og finna út stærðir. Finna snið sem henta og fá aðstoð við útfærslur á sniðinu fyrir hönnunina. Læra að minnka og stækka snið. Læra að þræða saumavél og spóla á undirtvinna.
Kennsluaðferð
Kennsla fer fram með sýnikennslu.
Námsmat
Verkefnin eru metin jafnóðum. Þar er horft til vandvirkni, sjálfstæði hópsins, vinnusemi, umgengni, frumkvæði einstaklinga og áhuga.
Námsgögn
Bækur, blöð og snið sem eru til í skólanum en einnig eru nýttar hugmyndir af netinu.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Stuttmyndagerð
Þessi áfangi er hugsaður fyrir nemendur sem vilja nota sköpunargleðina í myndvinnslu- og margmiðlunarforritum. Farið verður í kvikmyndasögu, heimildavinnslu, handritagerð og búnar til ýmsar gerðir stuttmynda eins og leikna stuttmynd, heimildastuttmynd, stopmotion-mynd ofl.
Markmið
Að nemendur kynnist nýjustu gerðum af forritum við myndvinnslu.
Að nemendur kynnist og nýti sér hljóðvinnsluforrit.
Að nemendur þjálfist í að nota þau tæki sem til eru við myndvinnslugerð eins og myndavélar, I-padar og símar.
Að nemendur tileinki sér vönduð og öguð vinnubrögð og geti búið til frambærilegt efni til sýningar.
Námsþættir
Lögð verður áhersla á myndvinnslugerð og hljóðvinnslu.
Námsgögn
Unnið í Sony Vegas Pro sem er eitt besta klippi- og myndvinnsluforritið í dag. Þar nýta nemendur sér m.a. green screen og ýmsa skemmtilega fídusa. Nemendur vinna einnig með margvísleg forrit eins og Audacity, I-movie, moviemaker ofl.
Námsmat
Ástundun, stuttmyndir og vinna í tímum.
Tímamagn
Textílmennt
Markmið
Að nemendur geti beitt mismunandi aðferðum textílgreinarinnar við úrvinnslu hugmynda að verkefna.
Að nemendur beiti réttum vinnubrögðum og meðhöndli áhöld, verkfæri og vélar af öryggi.
Að nemendur temji sér vandvirkni og góða umgengni við vinnu sína.
Námsþættir
Nemandi velur sér verkefni að eigin vali og skipuleggur vinnu sína. Finnur viðeigandi uppskrift, snið og efni. Getur líka skoðað hugmyndir á netinu. Þjálfist í að finna rétta stærð, hanna og breyta eftir þörfum og óskum hvers og eins.
Prjón: Læra að nota prjónfestu, prjónastærð og lesa á litanúmer garns. Einnig fá þau þjálfun í að prjóna munstur með fleiri en einum lit.
Hekl: Læra grunninn í hekli. Farið verður yfir helstu hugtök. Læra að hekla einfaldar dúllur. Ef einhverjir eru lengra komnir þá geta þeir fundið uppskrift við hæfi.
Fatasaumur: Læra að taka mál og finna út stærð. Finna snið og fá aðstoð við að útfæra það eftir eigin óskum. Læra að stækka/minnka snið. Læra að þræða saumavél og spóla á undirtvinna.
Útsaumur: Velja sér uppskrift/mynd til að sauma út. Velja liti í myndina og grófleika/lit javans.
Kennsluaðferð
Kennsla fer fram með sýnikennslu.
Námsmat
Verkefni verða metin jafnóðum. Þar sem tillit verður tekið til vandvirkni, sjálfstæði, vinnusemi, umgengni, frumkvæði og áhuga.
Námsgögn
Bækur, blöð og snið sem til eru í skólanum. Einnig hugmyndir, snið og uppskriftir af netinu.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Verkstæði og viðgerðir
Þessi valáfangi er hugsaður fyrir þá nemendur sem vilja laga, bæta og kanna tæki og tól í nánasta umhverfi sínu.
Þarf að laga hjólið?
Er útvarpið bilað?
Viltu taka tæki í sundur til að sjá hvernig það lítur út?
Í áfanganum færðu tækifæri til að grúska og fikta og finna lausnir á vandamálum :)
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Vísindasmiðja
Markmið
Að nemendur öðlist jákvæða sýn á fagið.
Auki sjálftraust sitt gagnvart náttúrugreinum.
Tileinki sér vinnuferli, grunnhugmyndir og tungutak náttúrugreina.
Öðlist færni í að fylgja fyrirmælum, vinna með mismunandi efni og aðferðir.
Beiti skapandi og gagnrýnni hugsun í vinnu sinni.
Kennsluhættir
Í kennslustundum verða fjölbreyttar tilraunir og athuganir en þið lærið einnig að setja fram ykkar eigin rannsókn.
Námsmat
Þátttaka, virkni og viðmót verða metin.
Námsgögn
Mismunandi eftir þeim þáttum sem nemandinn vinnur í.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Bókaklúbbur á Bókasafni Vestmannaeyja
Staðsetning: Bókasafn Vestmannaeyja við Ráðhúströð.
Fyrir nemendur sem finnst gaman að lesa eða hlusta á góða bók eða horfa á bíómyndir og þætti gerða eftir bókum.
Markmið
Þar sem þetta er í fyrsta sinn sem farið er af stað með slíkan bókaklúbb gefst nemendum kostur á að móta dagskrá vetrarins.
Kennsluhættir
Við gerum ýmislegt bókatengt. Við spjöllum um bækur, skoðum booktok, höfum bók og bíó, hraðstefnumót við bækur, föndrum upp úr gömlum bókum, smökkum bókatengdan mat og margt fleira. Lagt er upp með að hafa tímana fjölbreytta og skemmtilega.
Námsmat
Ástundun, virkni og áhugi.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Viltu undirbúa þig fyrir stærðfræði í framhaldsskólanum?
*Eingöngu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk
Markmið
Að nemendur bæti sig í faginu.
Að nemendur öðlist jákvæða sýn á fagið.
Kennsluhættir
Unnið með stærðfræði á fyrsta ári í framhaldsskóla.
Námsmat
Framfarir, virkni og viðmót verða metin.
Námsgögn
Mismunandi eftir þeim þáttum sem nemandinn vinnur í.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Námstækni
Námsþættir:
• Að skipuleggja tíma sinn
• Lífsvenjur sem hafa áhrif á árangur í námi
• Minni, gleymsku og einbeitingu
• Árangursríkar lestraraðferðir
• Glósur
• Að skrifa ritgerð
• Prófundirbúning og próftöku
• Að vinna gegn prófkvíða
• Jákvætt hugarfar og líðan
• Að setja sér raunhæf markmið
• Sjálfstæð vinnubrögð og ábyrgð á eigin námi
Kennsluaðferð: Í tímum fá nemendur fræðslu og vinna verkefni.
Markmið
Að nemendur öðlist aukið sjálfstraust í námi og þeir læri að þekkja sjálfa sig og hvað þeim hentar best hverju sinni.
Nemendur læri að meta og endurskoða námsvenjur sínar sem og þær lífsvenjur sem geta haft áhrif á nám þeirra.
Nemendur fái fræðslu um markmiðssetningu og leiðir til þess að ná árangri með skipulagningu og árangursríkum aðferðum í námi.
Námsmat
Mat á verkefnum, ástundun, áhugi og virkni í tímum.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Fjármálalæsi
Markmið
Að kynna fyrir nemendum hugtök fjármálanna s.s. laun, ráðstöfunartekjur, gjöld, vexti, verðbætur, álagningu, ábyrgðir, áhættustýringu, sparnað og mismunandi sparnaðar- og lánaform, skattur, staðgreiðsla svo eitthvað sé nefnt.
Námsþættir
Helstu viðfangsefnin verða launaútreikningar, viðbótarífeyrissjóður, debet/kreditkort, rekstur einstaklingsins, rekstur bíla og húsnæðis o.fl.
Kennsluhættir
Sérstök áhersla verður lögð á að gera verkefnin lifandi og í takti við hraða samtímans og því verður náið fylgst með breytingum gengis, gerðar verðkannanir með jöfnu millibili.
Áhersla lögð á hópastarf nemenda og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Námsmat
Verkefni, ástundun og vinna í tímum.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Valgreinar utan skóla - ath! allt skólaárið
Framboð námsgreina í vali utan skóla er mismunandi á milli ára. Í vetur verðum við í samstarfi við eftirfarandi aðila: Tónlistarskóla Vestmannaeyja, ÍBV íþróttafélag, Hressó, Leikfélag Vestmannaeyja, Skátafélagið Faxa, Björgunarfélag Vestmannaeyja, Badmintonfélag Vestmannaeyja, Sundfélag ÍBV, Golfklúbb Vestmannaeyja og Fimleikafélagið Rán, Skákfélagið. Nemendur í 8. bekk geta valið tvær valstundir (ein hvora önn) utan skóla. Val utan skóla getur verið skipulagt nám, æskulýðsstarf, íþróttaiðkun eða önnur tómstundastörf.
Nemandi þarf að skila staðfestingu frá viðkomandi íþróttafélagi/skóla eða æskulýðsfulltrúa í síðasta lagi 22. september.
Nemendur sem velja greinar utan stundaskrár þurfa að skila að lágmarki 80% mætingu á mánuði. Nemendur þurfa að skila sérstöku eyðublaði seint á hvorri önn, með undirskrift frá umsjónarmanni/þjálfara, sem staðfestingu á góðri ástundun í tómstundum og/eða íþróttum.
Ef nemandi skilar ekki inn staðfestingu um mætingu þá fær hann viðkomandi val ekki metið og fær D í greininni á einkunnablaði.
Allar einkunnir úr valfögum 8.-10. bekkja birtast á útskriftarskírteini nemenda við útskrift í 10. bekk.
Hætti nemandi að stunda val utan skóla þarf hann að koma strax á skrifstofu skólastjóra til að komast í val innan skólans til að ná að standa skil á valstundum skólaársins.
Valgreinar utan skóla
*Eingöngu fyrir nemendur í 9. og 10. bekk
Framboð námsgreina í vali utan skóla er mismunandi á milli ára. Í vetur verðum við í samstarfi við eftirfarandi aðila: Tónlistarskóla Vestmannaeyja, ÍBV íþróttafélag, Hressó, Leikfélag Vestmannaeyja, Skátafélagið Faxa, Björgunarfélag Vestmannaeyja, Badmintonfélag Vestmannaeyja, Sundfélag ÍBV, Golfklúbb Vestmannaeyja, Fimleikafélagið Rán og Skákfélagið. Nemendur í 9. og 10. bekk geta valið fjórar kennslustundir (tvær hvora önn) í valgreinum utan skóla hvort sem það eru íþróttir eða önnur tímstundastörf.
Nemandi þarf að skila staðfestingu frá viðkomandi íþróttafélagi/skóla eða æskulýðsfulltrúa í síðasta lagi 22. september.
Nemendur sem velja greinar utan stundaskrár þurfa að skila að lágmarki 80% mætingu á mánuði. Nemendur þurfa að skila sérstöku eyðublaði seint á hvorri önn, með undirskrift frá umsjónarmanni/þjálfara, sem staðfestingu á góðri ástundun í tómstundum og/eða íþróttum.
Ef nemandi skilar ekki inn staðfestingu um mætingu þá fær hann viðkomandi val ekki metið og fær D í greininni á einkunnablaði.
Allar einkunnir úr valfögum 8. - 10. bekkja birtast á útskriftarskírteini nemenda í 10. bekk.
Hætti nemandi að stunda val utan skóla þarf hann strax að koma á skrifstofu skólastjóra til að komast í val innan skólans til að ná að standa skil á valstundum skólaársins.
Menning og ferðalög
Danmörk og Finnland - Erasmus + Highway to happy life (hreyfing og útivist).
Slóvakía - Erasmus + Overconsumption of food and fashion (ofneysla og hröð tíska).
Þýskaland - vinabæjarheimsókn, kynning á heimaskóla, heimabæ og nágrenni.
Markmið
Að nemendur kynnist nemendum frá öðrum löndum og menningu þeirra.
Að nemendur auki sjálfstraust sitt og hæfni í samskiptum.
Að nemendur vinni verkefni í samræmi við þema heimsóknar.
Kennsluhættir
Nemendur eru í samskiptum við nemendur í þeim löndum sem þeir koma til með að heimsækja og fá í heimsókn til sín.
Nemendur heimsækja eitt eða tvö af ofangreindum löndum, gista inn á heimilum nemenda og taka á móti nemendum í gistingu til sín.
Tímamagn
Ein valstund (tvær kennslustundir á viku aðra önnina).
Ferðalag til eins eða tveggja landa.